Á þessum degi… 1. nóvember

Árið 2000…

Serbía og Svartfjallaland ganga í Sameinuðu Þjóðirnar. Samband þeirra þekktist einnig sem Lýðveldið Júgóslavía, en þetta voru síðustu tvær þjóðirnar úr því stormasama sambandi. Kósóvó stríðið var enn í fersku minni og spillti forsetinn Slobodan Milosevic var nýbúinn að segja af sér. Nokkrum árum síðar losaði Serbía og Svartfjallaland sig algjörlega við Júgóslavíunafnið og árið 2006 urðu bæði lönd sjálfstæði.

Árið 1967…

Almannagjá var friðuð fyrir bílaumferð. Einar Olgeirsson, þáverandi þingmaður Alþýðufylkingarinnar, talaði um þetta í þingræðu sinni árið 1952. „Þarna þeysa bílarnir um, þarna þyrlast rykið upp, þarna dunar næstum Almannagjá undir, liggur við, að veggirnir hristist, þegar stærstu bílarnir fara þarna um.“

Árið 1922…

Mehmed VI stígur niður sem síðasti soldán Ottómannaveldisins. Soldánaveldið var lagt niður með öllu og Lýðveldið Tyrkland var stofnað.

Ekki missa af...