Á Sigmundur Davíð að fá þessa upphæð?

Björn Birgisson skrifar:

Mútumálin á Alþingi frá stjórnartíð Davíðs Oddssonar:

Þeir alþingismenn, sem eru formenn stjórnmálaflokka, sem hlotið hafa a.m.k. þrjá þingmenn kjörna, og eru ekki jafnframt ráðherrar, fá greitt 50% álag á þingfararkaup.

Þetta þótti sumum nokkuð aðgengilegt og þykir enn!

Alveg óháð þeirri staðreynd að ríkissjóði kemur ekkert við hverjir eru formenn í stjórnmálaflokkum!

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er í nokkuð sérstakri aðstöðu hvað þetta varðar.

Miðflokkurinn hlaut þrjá menn kjörna, en á nú aðeins tvo á þingi!

Á þá Sigmundur Davíð að þiggja þessi 642 þúsund á mánuði ofan á þingfararkaupið sitt?

Höfundur er kennari og fyrrverandi ritstjóri

Ekki missa af...