Á ÞESSUM DEGI… 10. desember

Árið 2005…

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var krýnd Ungfrú Heimur í Kína. Hún var þriðja íslenska konan til að hljóta titilinn, sú fyrsta var Hólmfríður Karlsdóttir árið 1985 og svo hreppti Linda Pétursdóttir krúnuna árið 1988.

Unnur Birna sagði í seinni tíð að keppnin og umstangið hafi ekki verið fyrir hana. „[…]þetta er og var virkilega ekki fyrir mig enda hafði ég ekkert sérstaklega gaman af þessum prinsessuleik,“ sagði hún í viðtali við Vísi árið 2016. „Ég fæ hroll við það að hugsa um að þurfa að krulla á mér hárið á hverjum morgni og vera með gervineglur.“

Í dag starfar hún sem lögmaður.

Árið 1993…

Starfsmenn tölvuleikjaframleiðandans id Software gáfu út fyrsta kaflann af tölvuleiknum Doom. Fyrsti netþjónninn sem fékk að njóta góðs af leiknum var við Madison háskóla í Wisconsin fylki. Grípa þurfti til ýmissa ráðstafana til að leikurinn kæmist inn – meðal annars var öllum virkum notendum netþjónsins tímabundið sparkað út. Tíu þúsund manns höluðu leiknum niður og jörðuðu netþjóninn tímabundið.

Leikurinn, ásamt Wolfenstein 3D sem hafði komið út ári fyrr, gjörbreytti landslagi tölvuleikja á sínum tíma. Wolfenstein var fyrsti fyrstu persónu skotleikurinn og Doom var sá fyrsti sem öðlaðist mikilla vinsælda.

Árið 1955…

Halldór Laxness veitti Nóbelsverðlaunum fyrir bókmenntir viðtöku. Í ræðu sinni var honum margt hugleikið, þar á meðal hinir gleymdu höfundar Íslendingasagnanna. „Það að Sænska Akademían hafi ákveðið að tengja mitt nafn við hina nafnlausu meistara sögunnar er merkur atburður í lífi mínu.“

Halldór var aftastamikill rithöfundur og mikilvægur hlekkur í félagslífi tuttugustu aldarinnar. Bækur eins og Salka Valka, Íslandsklukkan og Sjálfstætt Fólk lögðu grundvöllinn að frægð Halldórs og ýttu honum í átt að þessum verðlaunum.

Hann var hvergi nærri hættur eftir þetta, hann gaf út skáldsögur á borð við Brekkukotsannál og Paradísarheimt og fjöldan allan af sögum, leikritum og greinum.

Ekki missa af...