Á þessum degi…

Árið 1983…

Rás 2 hefur útsendingar. Fyrsti forstöðumaður þar var Þorgeir Ástvaldsson. Í meistararitgerð Daviðs Roach Gunnarssonar segir að árið eftir hafi 70% landsmanna sagst hlusta á rásina, 98% unglinga svöruðu líka jánkandi.

Stöðin spilaði nútímalegra efni en Rás 1, popptónlist og alls kyns skemmtiþætti.

Árið 1955…

Rosa Parks neitaði að gefa sætið sitt til hvíts farþega í strætisvagni Montgomery borgar í Alabama fylki Bandaríkjanna. Vagnarnir voru svæðisskiptir eftir kynþætti en reglan var sú að ef hvíti hlutinn fylltist átti þeldökkur einstaklingur að gefa sætið sitt. Rosa neitaði því og var handtekin. Bylting fór í gang og ári síðar urðu strætisvagnar jafnir öllum kynþáttum.

Hún var þó ekki sú fyrsta til að mótmæla á þennan hátt. Í mars sama ár neitaði hin fimmtán ára gamla Claudette Colvin að gefa sæti sitt til hvíts farþega. Hún var einnig handtekin en vakti ekki athygli á sama hátt og Rosa Parks.

Árið 1918…

Fullveldisdagur Íslands. Stöðulög Dana frá 1871 féllu úr gildi ásamt sambandslagasamningi á milli landanna tveggja.

Ekki var fagnað á deginum sjálfum vegna spænsku veikinnar sem herjaði á landið.

Ekki missa af...