16 milljarðar aukalega í heilbrigðiskerfið?

Björn Leví Gunnarsson skrifar:

Er það í alvörunni satt?Þegar fjárlagafruvarpið er skoðað þá er verið að setja „aukalega“ 2,3 milljarða í byggingu nýja Landsspítalans. Ég set aukalega innan sviga af því að það er fjármagn sem tókst ekki að byggja fyrir á síðasta ári þannig að það þarf að flytja það yfir á þetta ár. Það er ekki hækkun. Það er tilfærsla.

Það eru 259 milljónir í að undirbúa byggingu legudeildar á sjúkrahúsinu á Akureyri. Í fjárlögum 2021 voru þetta 206 milljónir. Endurtekið efni semsagt.

2,5 milljarðar fara í Covid viðbrögð.

440 milljónum er bætt við í verkefnið „betri vinnutími“ hjá vaktavinnufólki. Það er endurtekning á „Hekluverkefninu“ sem var fellt niður þannig að það er varla hægt að telja það sem hækkun sem áður var lækkað.

Raunvöxtur er um 1,5 milljarðar af því að við erum fleiri og eldri. Það kostar.

Þetta eru 7 milljðarar af þessum 16 og ég er ekki búinn með málefnasvið Sjúkrahúsa. Þar er eftir málefnasvið utan sjúkrahúsa, lyfja (sem er yfirleitt bara breyting á kostnaði vegna gengis eða nýrra og betri lyfja).

Það er farið að verða þreytandi hvernig það er alltaf verið að tromma upp gamlar fjárheimildir eins og þær séu nýjar …

Ekki missa af...